Iceland is open for tourism from June 15th, Click here for more information

Norðurljósaleiðangur í Viðey

Viðey býður upp á frábær tækifæri til ljósmyndunar þar sem útsýnið er æðislegt í allar áttir og mikið af fallegum byggingum og listaverkum í kring. Í þessari ferð komast aðeins 10-20 þátttakendur að og er leiðsögnin því persónulegri en gengur og gerist.

Vörunúmer 4692
 • Tour duration 2 Hours
 • Moderate
 • Rafrænn miði
 • Hittu okkur á brottfararstað
Þægilegir afbókunar og endurgreiðsluskilmálar
Bókaðu á netinu og fáðu strax senda staðfestingu
Ertu með spurningar?
Contact our agents

Lýsing

Viðey býður uppá einstaka norðurljósaupplifun og frábær ljósmyndatækifæri! Eyjan er staðsett í aðeins nokkurra mínútna siglingafjarlægð frá Reykjavík og býður uppá glæsilegt útsýni yfir borgina. Hámark gesta í þessari ferð er 20 manns, til þess að tryggja persónulega upplifun í litlum hópi.

Mæting er við gömlu höfninna í Reykjavík, þar sem þú stoppar við í miðasölu okkar, innritar þig og færð aðgöngumiða. Þaðan er svo siglt yfir í Viðey þar sem skipstjóri og reyndur leiðsögumaður fylgir hópnum. Í Viðey er lítil sem engin ljósmengun, sem býður upp á fullkomnar aðstæður fyrir norðurljósaskoðun og ljósmyndun. 

Norðurljósin eru náttúrulegt fyrirbæri sem myndast þegar að sólvindar, straumar hlaðinna agna, komast inní segulsvið jarðarinnar. Aðeins er hægt að sjá norðurljósin á norðurskauti jarðar frá september til apríl og eru bestu aðstæðurnar myrkur og heiðskýr himinn. 

Ferðin er aðallega utandyra, en við bjóðum auðvitað upp á upphitað innisvæði þar sem hægt er að fá sér kaffi eða kakó á meðan beðið er eftir að ljósin láti sjá sig, eða bara til að ná sér í smá hlýju. Að mynda norðurljósin getur verið flókið, en leiðsögumenn okkar hafa mikla reynslu þegar kemur að ljósmyndum og bjóða fram aðstoð við stillingar, uppsetningu ofl. ef þörf er á. Umhverfið í Viðey getur gefið skemmtilegan svip á norðurljósamyndir, til dæmis Friðarsúlan, elsta steinhús landsins og margt fleira. 

Ef þú ert ekki með myndavél með þér, engar áhyggjur, við getum hjálpað þér með stillingar í símanum og mælt með 'öppum' sem hægt er að ná í til að ná sem bestum myndum. Mikilvægast er þó að muna eftir að njóta augnabliksins þess á milli.

Athugið að lágmarksfjöldi í þessa ferð eru 6 manns. Ef nægileg þátttaka næst ekki, munum við hafa samand við þig eins fljótt og hægt er og bjóða þér að koma annan dag eða fá endurgreitt.

Vinsamlegast athugið að við getum ekki ábyrgst að við munum sjá norðurljós í tiltekinni ferð, þar sem þetta er auðvitað náttúrulegt fyrirbæri. Hinsvegar, ef ekkert sést munum við bjóða upp á endurkomumiða, sem gefur handhafa tækifæri á að koma aftur frítt innan tveggja ára. Gildistími miðanna má finna hér en einnig á sjálfum miðunum.


COMBO: Bættu hvalaskoðun við þessa upplifun eða skoðaðu aðrar combo-ferðir sem við bjóðum upp á hér.

Þar sem öryggi og ánægja farþega okkar er í hávegum höfð, er ferðin ávallt háð góðum veður- og sjóskilyrðum. Ferðinni gæti því verið aflýst með stuttum fyrirvara. Við munum láta þig vita um leið og hægt er ef svo er, en þú getur einnig fylgst með þróun mála í dagbókinni okkar.

Hvað er innifalið?

 • Lítill hópur - mest 20 manns
 • Ferja til og frá Viðey
 • Fyrsta flokks leiðsögn
 • Aðstoð við ljósmyndun
 • Þrífótur til afnota
 • Kaffi / Kakó
 • Hitað innisvæði
 • Hugguleg setustofa
 • Salerni
 • Mannbroddar (ef þörf er á)
 • Frábært útsýni yfir borgina

Hvað þarf ég að taka með?

 • Góðir skór
 • Klæðnaður eftir veðri
 • Þrífótur (fyrir ljósmyndun)
kr 13,990 2 Hours , Moderate

Sjá hvað er í boði

Ferðadagsetning

Við tökum við öllum helstu kreditkortum:

Cards we Accept

 • Engin bókunargjöld eða falin kostnaður.
 • Bókunarstaðfesting er send strax
 • Besta mögulega verðið

Afhverju að bóka hjá okkur?

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og jákvæða upplifun viðskiptavina. Ef þú þarft að afbóka, gera breytingar eða þarft aðstoð við að skipuleggja ferðalagið þitt geturðu treyst á að við verðum þér innan handar.